Falleg sjómannadagsmessa í Vídalínskirkju á vegum Grindavíkurkirkju

Á sjómannadaginn, sunnudaginn 2. júní,  var ákaflega falleg sjómannadagsmessa í Vídalínskirkju á vegum Grindavíkurkirkju. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónaði fyrir altari og Fannar Jónasson bæjarstjóri og Hrafnhildur Kristjánsdóttir, eiginkona hans, lásu ritningarlestra. Gissur Páll Gissuararson söng ásamt Kór Grindavíkurkirkju undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Pétur H. Pálsson flutti einlægt og áhrifaríkt ávarp þar sem hann sagði m.a. að Grindvíkingar væru nú í meistaranámi í æðruleysi enda væri búið að úthýsa þeim frá heimilum sínum - þeim sömu og þeir hefðu nýlega verið innilokaðir í vegna heimsfaraldurs. Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti flutti hlýtt og fallegt ávarp og sr. Elínborg þakkaði honum og Elísu sérstaklega fyrir ræktarsemina við Grindvíkinga og að hafa ávallt fært þeim von á erfiðum tímum. Hún óskaði þeim hjónum jafnframt velfarnaðar á nýjum vetvangi.
Eftir messuna bauð sóknarnefnd Grindavíkurkirkju kirkjugestum í messukaffi í safnaðarheimilinu. Boðið var upp á dýrindis brauðtertur, maregnstertur og þjóðlegar kleinur með kaffinu og áttu kirkjugestir þar gott samfélag.

Vídalínskirkja, Safnarheimili VÍdalínskirkju

Hafa samband