Dagskrá helgihalds um jól og áramót

Hátíðleikinn mun sannarlega svífa yfir vötnum  í Garðakirkju og Vídalínskirkju um jól og áramót. Helgihaldið er samkvæmt hefðum, enda eru hefðir mikilvægar ekki síst um hátíðirnar. Tónlistin skipar ríkan þátt í athöfnunum og tónlistarfólkið er meðal þeirra fremstu á Íslandi í dag.  Rétt er að benda á að messutímum á aðfangadag var flýtt um hálftíma í fyrra og af góðri reynslu verður sama fyrirkomulag aftur í ár. Aftansögnurinn í Vídalínskirkju hefst kl. 17:30 og miðnæturguðsþjónustan í Garðakirkju verður kl. 23:00.

Aðfangadagur

Aftansöngur í Vídalínskirkju kl. 17:30 Sr. Matthildur Bjarnadóttir þjónar fyrir altari. Hallveig Rúnarsdóttir sópran syngur einsöng. Kór Vídalínskirkju syngur. Organisti er Jóhann Baldvinsson. Athöfnin verður í beinu streymi á https://www.facebook.com/vidalinskirkja.

Miðnæturguðsþjónusta í Garðakirkju kl. 23:00 Benedikt Sigurðsson leiðir stundina og flytur hugvekju. Félagar úr Gospelkór Jóns Vídalíns syngja við undirleik Ingvars Alfreðssonar.

Jóladagur

Hátíðarmessa í Vídalínskirkju kl. 14:00 Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson predika og þjóna fyrir altari. Benedikt Kristjánsson tenór syngur einsöng. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.

Hátíðarguðsþjónusta í Ísafold kl. 15:30 Sr. Bjarni Karlsson og Benedikt Sigurðsson þjóna. Kór Vídalínskirkju syngur. Organisti er Jóhann Baldvinsson.

Gamlársdagur

Sameiginlegur aftansöngur Garðaprestakalls í Garðakirkju kl. 17:00 Sr. Sigurvin Lárus Jónsson predikar og Vilborg Ólöf djákni þjóna fyrir altari. Álftaneskórinn syngur við undirleik Ástvalds Traustasonar organista.

Nýársdagur

Sameiginleg hátíðarmessa Garðaprestakalls í Vídalínskirkju kl. 14:00 Sr. Sigurvin Lárus Jónsson þjónar fyrir altari. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi flytur ávarp. Kór Vídalínskirkju syngur. Erla Björg Káradóttir syngur einsöng og organisti er Jóhann Baldvinsson. Athöfnin verður í beinu streymi á https://www.facebook.com/vidalinskirkja.

 

Nánari upplýsingar um helgihaldið færðu með því að smella á auglýsinguna hér að neðan.

Vídalínskirkja, Garðakirkja
Sr. Benedikt Sigurðsson
Sr. Bjarni Karlsson
Ingvar Alfreðsson
Jóhann Baldvinsson
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
Sr. Matthildur Bjarnadóttir
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta