Hátíðleikinn mun sannarlega svífa yfir vötnum í Garðakirkju og Vídalínskirkju um jól og áramót. Helgihaldið er samkvæmt hefðum, enda eru hefðir mikilvægar ekki síst um hátíðirnar. Tónlistin skipar ríkan þátt í athöfnunum og tónlistarfólkið er meðal þeirra fremstu á Íslandi í dag. Rétt er að benda á að messutímum á aðfangadag var flýtt um hálftíma í fyrra og af góðri reynslu verður sama fyrirkomulag aftur í ár. Aftansögnurinn í Vídalínskirkju hefst kl. 17:30 og miðnæturguðsþjónustan í Garðakirkju verður kl. 23:00.
Aðfangadagur
Aftansöngur í Vídalínskirkju kl. 17:30 Sr. Matthildur Bjarnadóttir þjónar fyrir altari. Hallveig Rúnarsdóttir sópran syngur einsöng. Kór Vídalínskirkju syngur. Organisti er Jóhann Baldvinsson. Athöfnin verður í beinu streymi á https://www.facebook.com/vidalinskirkja.
Miðnæturguðsþjónusta í Garðakirkju kl. 23:00 Benedikt Sigurðsson leiðir stundina og flytur hugvekju. Félagar úr Gospelkór Jóns Vídalíns syngja við undirleik Ingvars Alfreðssonar.
Jóladagur
Hátíðarmessa í Vídalínskirkju kl. 14:00 Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson predika og þjóna fyrir altari. Benedikt Kristjánsson tenór syngur einsöng. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Hátíðarguðsþjónusta í Ísafold kl. 15:30 Sr. Bjarni Karlsson og Benedikt Sigurðsson þjóna. Kór Vídalínskirkju syngur. Organisti er Jóhann Baldvinsson.
Gamlársdagur
Sameiginlegur aftansöngur Garðaprestakalls í Garðakirkju kl. 17:00 Sr. Sigurvin Lárus Jónsson predikar og Vilborg Ólöf djákni þjóna fyrir altari. Álftaneskórinn syngur við undirleik Ástvalds Traustasonar organista.
Nýársdagur
Sameiginleg hátíðarmessa Garðaprestakalls í Vídalínskirkju kl. 14:00 Sr. Sigurvin Lárus Jónsson þjónar fyrir altari. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi flytur ávarp. Kór Vídalínskirkju syngur. Erla Björg Káradóttir syngur einsöng og organisti er Jóhann Baldvinsson. Athöfnin verður í beinu streymi á https://www.facebook.com/vidalinskirkja.
Nánari upplýsingar um helgihaldið færðu með því að smella á auglýsinguna hér að neðan.