Dagskrá helgihaldsins er sannarlega mikil og fjölbreytt í apríl. Til viðbótar við það sem fram kemur í auglýsingunn hér að neðan verða fermingar 5., 6. og 24. apríl.
Margt áhugavert er í boði um páskahátíðina en auk þess viljum við vekja sérstaka athygli á hátíðarguðsþjónustu í Vídalínskirkju í tilefni af 30 ára vígsluafmæli kirkjunnar og helgistund og fund fyrir foreldra og fermingarungmenni vorsins 2026 (fædd 2012).
Báðar athafnirnar verða í Vídalínskirkju sunnudaginn 27. apríl.
Verið öll velkomin í helgihald og safnaðarstarf Garðasóknar.
Smelltu á auglýsinguna hér að neðan til að stækka hana.