Benedikt Sigurðsson vígður til prests í Garðaprestakalli

Benedikt Sigurðsson var vígður til þjónustu við Garðaprestakall sl. sunnudag, 15. júní. Biskup Íslands, frú Guðrún Karls Helgudóttir, vígði sr. Benedikt við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni. Auk Benedikts fengu vígslu sr. Bjarki Geirdal Guðfinnsson sem verður prestur í Breiðholtsprestakalli og sr. Sveinbjörn Dagnýjarson sem vígður var til Egilsstaðaprestakalls.

Vígsluvottar voru sr. Hans Guðberg Alfreðsson prófastur sem lýsti vígslu, sr. Bryndís Malla Elídóttir prófastur, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Þorgeir Arason, sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Pétur Ragnhildarson, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni.

Benedikt hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Garðasókn frá haustinu 2023 og hóf störf sem prestur strax eftir vígsluna.

Um leið og við fögnum nýjum presti í Garðabæ óskum við Benedikt, Bjarka og Sveinbirni blessunar í öllum þeirra störfum.

 

Myndirnar hér að á síðunni eru frá vígsluathöfninni og toppmyndin sýnir Benedikt fagna vígslunni með frú Guðrúnu Karls Helgudóttur biskupi Íslands og Sturlu Þorsteinssyni formanni sóknarnefndar Garðasóknar.

Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta

Hafa samband