Batamessa í Garðakirkju

Batamessa verður í Garðakirkju sunnudaginn 5. október kl. 11.00 á vegum starfsins í Garðaprestakalli.

Vinir í bata í Garðaprestakalli bjóða til þessarar athafnar og sr. Bjarni Karlsson annast messuna. Ólöf Sigursveinsdóttir leikur á selló og organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Þetta er hefðbundin batamessa með vitnisburðum Vina í bata.

Að messu lokinni bjóða vinir í bata upp á kaffi og hressingu í Safnaðarheimilinu í Brekkuskógum 1 á Álftanesi, þar sem hægt er að spjalla og segja frá sporastarfinu.

Allir eru velkomnir í batamessu og er t.d. upplagt að taka fermingarbörnin með.

Garðakirkja
11:00
Sr. Bjarni Karlsson
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta