Kór Vídalínskirkju flytur fjölbreytta aðventu- og jólatónlist, meðal annars texta eftir kórfélaga.
Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga og með kórnum leika Peter Tompkins á óbó og Sveinn Arnar Sæmundsson á orgel. Stjórnandi er Jóhann Baldvinsson. Á hátíðinni flytur Einar Bárðarson hugleiðingu og Sigurvin Lárus Jónsson þjónar.
Að lokinni hátíðinni verður boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur í safnaðarheimilinu.
Það er enginn aðgangseyrir og allir eru velkomnir.
Sjá einnig Facebooksíðu Vídalínskirkju.
Smelltu á auglýsinguna hér að neðan til að sjá nánari upplýsingar.