Þriðja sunnudag í aðventu ber upp á 15. desember og þá er aðventuhátíð barnanna í Vídalínskirkju.
Helgileikur TTT og barna- og unglingakórar Vídalínskirkju syngja undir stjórn Ingvars Alfreðssonar.
Sr. Matthildur Bjarnadóttir og fræðarar sunnudagaskólans leiða stundina.
Öll börn, systkini, foreldrar, afar og ömmur eru sérstaklega boðin velkomin.
Ath. sunnudagaskólarnir eru komnir í jólafrí og fara af stað aftur 12. janúar 2025.