Garðasókn fór í það metnaðarfulla verkefni að láta smíða nýtt orgel í Vídalínskirkju. Björgvin Tómasson, orgelsmiður á Stokkseyri, hannaði og smíðaði orgelið sérstaklega inn í kirkjurýmið. Hljóðfærið er hið glæsilegasta, skrýtt 1.144 pípum og eru sumar þeirra í sjö metra hæð. Orgelið kostaði sitt og fjölmargir bæjarbúar, bæjarfélagið, fyrirtæki og aðrir áhugamenn stóðu saman um þessa smíði og styrktu Orgelsjóðinn annað hvort með beinum framlögum eða þá með því að láta senda minningarkort í nafni sjóðsins. Þú getur enn lagt hönd á plóg og styrkt orgelsjóðinn.
Reikningsnúmer Orgelsjóðsins er 0318-13-301934, kt. 570169-5649.