Hlutverk Ljósberasjóðs er að styrkja börn og unglinga í Garðabæ, sem hafa þörf fyrir aðstoð, til dvalar á sumardvalarstöðum á vegum Þjóðkirkjunnar, KFUM og KFUK og skátahreyfingarinnar, að styrkja unglinga í Garðabæ til leiðtogaþjálfunar innan Þjóðkirkjunnar og að styrkja börn og unglinga í Garðabæ til þátttöku í kristilegu starfi.
Ljósberinn og málverkið af Kristi, „Á veginum til Emmaus“ eftir Baltasar sem er á veggnum fyrir ofan Ljósberann eru gjöf til Vídalínskirkju til minningar um Einar og Guðrúnu Farestveit. Gefendur eru afkomendur þeirra hjóna. Ljósberinn er bænastjaki, hannaður og smíðaður af listamanninum Gunnsteini Gíslasyni. Einnig gáfu sömu aðilar Garðasókn minningarkort og jólakort með andlitsmynd Krists á málverkinu.
Þeir, sem óska þess að láta senda minningarkort frá Ljósberasjóði geta gert það hér á síðunni eða sent tölvupóst á gardasokn@gardasokn.is. Þá skulu þeir láta fylgja með upplýsingar um heimilisfang og viðtakanda minningarkortsins ásamt nafni þess sem verið er að minnast. Starfsmenn sjá síðan um að póstleggja kortið til viðtakanda. Reikningsnúmer Ljósberasjóðs er 0318 -22-000742, kt. 570169-5649.
Einnig tekur sjóðurinn á móti frjálsum framlögum án þess að send séu minningarkort.