Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina
Play Video

Þær grundvallarspurningar sem mannkynið tekst nú á við, kalla á endurskoðun á þeirri mannsmynd sem við höfum. Biblían getur ekki veitt okkur endanleg svör um eðli mannsins en í henni er að finna myndmál og sögur sem eru sígildar, vegna þess að þær setja fram mannsmynd sem er á köflum raunsærri en sú mannmiðlægni sem hefur komið okkur í ógöngur. Manneskjur eru ekki einungis skynsemisverur eða tilfinningaverur, þær eru einnig tengslaverur og því miðlar sköpunarsagan í myndmáli sínu. Manneskjur eru ekki einungis einstaklingar, sameiginleg velferð alls mannkyns byggir á samvinnu og því miðlar sköpunarsagan í myndmáli sínu. Manneskjur eru ekki illar, þær eru í eðli sínu góðar, frjálsar og ábyrgar gjörða sinna, og því miðlar sköpunarsagan í myndmáli sínu. Við erum órofahluti sköpunarinnar og komumst ekki undan þeirri ábyrgð. Myndband þetta er hluti af biblíufræðslu fyrir fullorðna sem nefnist Sagnaarfur Biblíunnar. Verkefnið er unnið af Garðasókn í Garðakirkju og styrkt af Héraðssjóði Kjalarnesprófastsdæmis.

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson
Eggert Gunnarsson
Biblíufræðsla
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Email

Hafa samband