HVER ERU ÞÍN GILDI?
Þjóðkirkjan hefur tekið í notkun nýja og endurbætta vefsíðu, kirkjan.is. Á vefnum er kynnt nýtt merki kirkjunnar, sem einkennist af einföldum krossi á einlitum grunni.

Á nýju síðunni gefst fólki m.a. kostur á að raða saman sínum gildum og búa til sína eigin útgáfu af krossi kirkjunnar þar sem hvert og eitt myndmerki stendur fyrir ákveðið gildi. Þá er hægt að fá ýmsar upplýsingar tengdar krossinum, bera sig saman við aðra þátttakendur og skoða tölfræði.

Gildin okkar mótast af persónuleika okkar, lífsreynslu og aðstæðum. Þau endurspegla þær ólíku leiðir sem við fetum í leit að tilgangi og hamingju. Gildin móta hegðun okkar. Þau eru persónuleg, eins og trúin, en tengja okkur öðru fólki á sameiginlegri vegferð. Þú getur valið þín gildi og búið til þinn eigin kross með því að smella hér.

Samhliða vefsíðunni var sett af stað kynningarátak þar sem nokkrir þekktir Íslendingar lýsa trú sinni og gildum. Hér að neðan má sjá þrjár af þeim auglýsingum.

Play Video
Play Video
Play Video
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta