Messa í Vídalínskirkju kl. 11:00. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson predikar og þjónar fyrir altari. Í messunni verður altarisganga sem er dýrmætt tækifæri m.a. fyrir fjölskyldur fermingarungmenna. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Messukaffi að lokinni athöfn.
Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10:00. Messukaffi og leikur eftir samveruna.
Sunnudagaskóli í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11:00. Messukaffi og litir eftir samveruna.