Árleg sameiginleg messa sem Víðistaðasókn og sóknirnar í Garðaprestakalli, þ.e. Garðasókn og Bessastaðasókn, halda verður í Vídalínskirkju 11. janúar kl. 14:00.
Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson og sr. Benedikt Sigurðsson þjóna fyrir altari og stýra stundinni. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista.
Að athöfn lokinni verður ljúf stund í safnaðarheimilinu þar sem boðið er upp á kaffi og tertur. Garðakórinn gerir stundina enn notalegri með því að syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.