Sameiginleg hátíðarmessa Garðaprestakalls í Vídalínskirkju kl. 14:00.
Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar fyrir altari.
Björg Fenger forseti bæjarráðs Garðabæjar flytur hátíðarerindi.
Hjónin Rannveig Káradóttir og Peter Aishe flytja tónlistaratriði með jazzsveiflu.
Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Beint streymi verður á facebook.com/vidalinskirkja og á YouTube rás kirkjunnar sem finna má í flestum snjallsjónvörpum.
Það er gott að fara yfir farinn veg og fagna nýju ári í hátíðarmessu í Vídalínskirkju. Verið öll velkomin.
Sóknarnefnd og starfsfólk Garðasóknar óska þér og fjölskyldu þinni gleði- og hamingjuríks árs.