Laugardaginn 22. nóvember verða haldnir aðventutónleikar í Vídalínskirkju kl. 17.00 með þáttöku kóra úr Kjalarnessprófastdæmi. Kórar sem taka þátt eru: Kór Hafnarfjarðarkirkju, Kór Víðistaðakirkju, Kirkjukór Reynivallasóknar, Kór Vídalínskirkju, Álftaneskórinn og Kór Keflavíkurkirkju.
Með kórunum leikur strengjasveit og á efnisskrá er fjölbreytt aðventutónlist. Einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga og kórstjórar skiptast á að stjórna og leika með á orgel og píanó.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.