Stund í tali og tónum er samstarfsverkefni hjónanna Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðluleikara og Gunnars Kvaran sellóleikara.
Innihald textans eru hugleiðingar um andleg mál sem hafa verið Gunnari lengi hugleikin. Textinn er brotinn upp með stuttum tónlistaratriðum, sem þau hjónin flytja, þannig að hið talaða orð og tónlistin myndi eina fallega heild.
Áætlaður heildartími viðburðarins er um klukkustund, aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Dagsetningar og staðir:
- Grindavíkurkirkja, laugardaginn 18. október kl. 16
- Vídalínskirkja, laugardaginn 25. október kl. 16
- Guðríðarkirkja, laugardaginn 15. nóvember kl. 16
Aðgangur er ókeypis!
Smelltu hér til að sjá upplýsingar um viðburðinn á Facebook.