Bleik messa í Vídalínskirkju kl. 11:00. Samstaða með krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra í tilefni af Bleikum október.
Sr. Benedikt Sigurðsson þjónar fyrir altari. Hrafnhildur Einarsdóttir flytur hugvekju út frá eigin reynslu af baráttu við krabbamein.
Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10:00 (ath. gengið er inn um aðalinngang skólans). Messukaffi og leikur eftir samveruna.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11:00. Messukaffi og litir eftir samveruna.