Sunnudaginn 5. október kl. 11.00 verður hin árlega bangsa- og gæludýraguðsþjónusta í Vídalínskirkju. Barnakórar Vídalínskirkju syngja undir stjórn Ingvars Alfreðssonar og Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur. Prestarnir Benedikt Sigurðsson og Sigurvin Lárus Jónsson þjóna ásamt leiðtogum sunnudagaskólans.
Bangsar og gæludýr eru boðin velkomin.