Guðsþjónusta í Vídalínskirkju 14. september kl. 11. Upphaf fermingarstarfsins

Nú er fermingarfræðsla vetrarins að hefjast. U.þ.b. 90% barna á fermingaraldri í Garðabæ hafa valið að fermast í Vídalínskirkju, Garðakirkju eða Bessastaðakirkju um alllanga tíð. Fermingarfræðslan er viðamikill þáttur í fermingarundirbúningnum og eiga fermingarbörnin eftir að upplifa skemmtilegar stundir í vetur.

Í guðsþjónustunni eru fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra sérstaklega boðin velkomin. Eftir athöfnina verður fundur þar sem farið verður yfir helstu þætti í fermingarstarfinu. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Sr. Matthildur Bjarnadóttir og Benedikt Sigurðsson þjóna. Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson sjá um tónlistina.

Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10:00 og í Safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11:00.

Vídalínskirkja
11:00
Sr. Benedikt Sigurðsson
Sr. Matthildur Bjarnadóttir
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta