Nýr samstarfssamningur Garðasóknar og Garðabæjar um framkvæmd æskulýðsstarfs á vegum Garðasóknar hefur verið undirritaður.
Með samningnum er m.a. kveðið á um áherslur í starfi Æskulýðsfélags Garðasóknar og gagnkvæmar skyldur samningsaðila með tilliti til skipulags og framkvæmd á barna- og unglingastarfi.
Garðasókn skal við framkvæmd samningsins huga sérstaklega að því að mæta þörfum fatlaðra barna og ungmenna í samræmi við stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks og einnig jafnréttisstefnu bæjarins. Allt æskulýðsstarf á vegum Garðasóknar skal rekið og framkvæmt í samræmi við ákvæði Æskulýðslaga nr. 70/2007.
Garðasókn ber ábyrgð á að til staðar sé stefna, verklagsreglur og leiðbeiningar um viðbrögð við ofbeldistilvikum sem upp geta komið, þ.m.t. vegna líkamlegs-, andlegs-, og kynferðisofbeldis. Garðasókn skal einnig setja upp áætlanir varðandi eineltismál og njóta samvinnu við Garðabæ um fræðslu og viðbrögð við þeim. Þar skal byggt á Samskiptasáttmála Garðabæja r og forvarnarstefnu bæjarins.
Markmið æskulýðsstarfs Garðasóknar er m.a. að:
- Efla barna- og unglingastarf við kirkjuna m.a. í formi sunnudagaskóla.
- Efla tengsl við annað íþrótta-, tómstunda- og forvarnarstarf í Garðabæ.
- Annast fræðsluverkefni fyrir börn og ungmenni með áherslu á mannréttindi, hjálparstarf, lífsleikni og almennt siðfræði.
- Efla tónlistarstarf í 1.-10. bekk.
- Starfrækja kór fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 35 ára.
- Annast leiðtogaþjálfun fyrir unglinga í samstarfi við önnur félög og stofnanir í Garðabæ.
- Vinna að bættu unglingasamfélagi í Garðabæ og auka breidd og valkosti í æskulýðsstarfi í bænum.
- Starfrækja opið hús fyrir börn í skólafríum, ásamt öðrum heimsóknum, s.s í leikskóla.
- Bjóða upp á foreldramorgna með fræðslu og góðu samfélagi.
- Bjóða aðstoð við sorgarúrvinnslu á öllum skólastigum í bænum.
- Tilnefna fulltrúa í forvarnarteymi bæjarins og taka þátt í forvarnarfræðslu í samstarfi við forvarnarfulltrúa Garðabæjar.
Samningurinn gildir út árið 2025.
Samstarfssamningurinn er Garðasókn ákaflega mikilvægur og eflir hið blómlega barna- og unglingastarf sem fram fer á vegum sóknarinnar. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan var mikil gleði þegar sóknarprestur, formaður sóknarnefndar og bæjarstjóri höfðu undirritað samninginn. Sturla Þorsteinsson formaður sóknarnefndar sagði m.a. við það tækifæri að samningurinn væri sókninni ákaflega mikilvægur en hið góða samstarf við bæinn