Tveir kórar úr Garðabæ syngja í Hörpuhorni

Sunnudaginn 9. júní sungu tveir kórar úr Garðabæ, Kór Vídalínskirkju og Garðakórinn, í Hörpuhorni í tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröð FÍK, Félags íslenskra kórstjóra.

Kór Vídalínskirkju söng fyrst nokkur lög úr efnisskrá sinni í væntanlegri tónleikaferð til Ungverjalands en síðan bættist Garðakórinn við í tveim lögum og söng loks seinasta hluta efnisskrárinnar.

Stjórnandi og undirleikari beggja kóranna er Jóhann Baldvinsson.

Hér eru nokkrar myndir frá tónleikunum í Hörpu.

Sunnudagur 9. jún

Hafa samband