Nýr samstarfssamningur Garðasóknar og Garðabæjar um æskulýðsmál undirritaður

Nýr samstarfssamningur Garðasóknar og Garðabæjar um framkvæmd æskulýðsstarfs á vegum Garðasóknar hefur verið undirritaður.

Með samningnum er m.a. kveðið á um áherslur í starfi Æskulýðsfélags Garðasóknar og gagnkvæmar skyldur samningsaðila með tilliti til skipulags og framkvæmd á barna- og unglingastarfi.

Garðasókn skal við framkvæmd samningsins huga sérstaklega að því að mæta þörfum fatlaðra barna og ungmenna í samræmi við stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks og einnig jafnréttisstefnu bæjarins. Allt æskulýðsstarf á vegum Garðasóknar skal rekið og framkvæmt í samræmi við ákvæði Æskulýðslaga nr. 70/2007.

Garðasókn ber ábyrgð á að til staðar sé stefna, verklagsreglur og leiðbeiningar um viðbrögð við ofbeldistilvikum sem upp geta komið, þ.m.t. vegna líkamlegs-, andlegs-, og kynferðisofbeldis. Garðasókn skal einnig setja upp áætlanir varðandi eineltismál og njóta samvinnu við Garðabæ um fræðslu og viðbrögð við þeim. Þar skal byggt á Samskiptasáttmála Garðabæja r og forvarnarstefnu bæjarins.

Markmið æskulýðsstarfs Garðasóknar er m.a. að:

  • Efla barna- og unglingastarf við kirkjuna m.a. í formi sunnudagaskóla.
  • Efla tengsl við annað íþrótta-, tómstunda- og forvarnarstarf í Garðabæ.
  • Annast fræðsluverkefni fyrir börn og ungmenni með áherslu á mannréttindi, hjálparstarf, lífsleikni og almennt siðfræði.
  • Efla tónlistarstarf í 1.-10. bekk.
  • Starfrækja kór fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 35 ára.
  • Annast leiðtogaþjálfun fyrir unglinga í samstarfi við önnur félög og stofnanir í Garðabæ.
  • Vinna að bættu unglingasamfélagi í Garðabæ og auka breidd og valkosti í æskulýðsstarfi í bænum.
  • Starfrækja opið hús fyrir börn í skólafríum, ásamt öðrum heimsóknum, s.s í leikskóla.
  • Bjóða upp á foreldramorgna með fræðslu og góðu samfélagi.
  • Bjóða aðstoð við sorgarúrvinnslu á öllum skólastigum í bænum.
  • Tilnefna fulltrúa í forvarnarteymi bæjarins og taka þátt í forvarnarfræðslu í samstarfi við forvarnarfulltrúa Garðabæjar.

Samningurinn gildir út árið 2025.

Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta

Hafa samband