Nýr samstarfssamningur Garðasóknar og Garðabæjar um framkvæmd æskulýðsstarfs á vegum Garðasóknar hefur verið undirritaður.
Með samningnum er m.a. kveðið á um áherslur í starfi Æskulýðsfélags Garðasóknar og gagnkvæmar skyldur samningsaðila með tilliti til skipulags og framkvæmd á barna- og unglingastarfi.
Garðasókn skal við framkvæmd samningsins huga sérstaklega að því að mæta þörfum fatlaðra barna og ungmenna í samræmi við stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks og einnig jafnréttisstefnu bæjarins. Allt æskulýðsstarf á vegum Garðasóknar skal rekið og framkvæmt í samræmi við ákvæði Æskulýðslaga nr. 70/2007.
Garðasókn ber ábyrgð á að til staðar sé stefna, verklagsreglur og leiðbeiningar um viðbrögð við ofbeldistilvikum sem upp geta komið, þ.m.t. vegna líkamlegs-, andlegs-, og kynferðisofbeldis. Garðasókn skal einnig setja upp áætlanir varðandi eineltismál og njóta samvinnu við Garðabæ um fræðslu og viðbrögð við þeim. Þar skal byggt á Samskiptasáttmála Garðabæja r og forvarnarstefnu bæjarins.
Markmið æskulýðsstarfs Garðasóknar er m.a. að:
Samningurinn gildir út árið 2025.
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi