Áhugaverð dagskrá í Garðakirkju og að Dysjum sunnudaginn 3. mars kl. 11:00

Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari og predikar. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja, organisti er Jóhann Baldvinsson. Eftir messu bjóða hjónin Guðrún Dóra Guðmannsdóttir og sr. Magnús Björn Björsson kirkjugestum í hlöðuna að bænum Dysjum á Garðaholti þar sem Guðrún Dóra ólst upp. Hún mun segja sögu bæjanna og frá mannlífinu í Garðahverfi fyrr og nú. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar í hlöðunni.

Garðakirkja
Sunnudagur 3. mar
11:00

Hafa samband