Sunnudagaskólinn

hefst 4. september 2023

Garðasókn býður upp á sunnudagaskóla í Urriðaholtsskóla klukkan 10 og í safnaðarheimili Vídalínskirkju klukkan 11. Í sunnudagaskólanum leggjum við áherslu á að bjóða upp á skemmtilegar samverustundir fyrir börn á leikskólaaldri og foreldra þeirra þar sem við syngjum, hlustum á sögur, sjáum leikrit og leikum. 

Umsjónarmaður sunnudagaskólans er Jóna Þórdís Eggertsdóttir æskulýðsfulltrúi en henni til stuðnings eru þau Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir, Benedikt Sigurðsson, Þorkell H. Sigfússon, Davíð Sigurgeirsson, Ingvar Alfreðsson, Trausti Jónsson, og prestarnir okkar Matthildur Bjarnadóttir, og Jóna Hrönn Bolladóttir ásamt fleiri góðum gestum. 

Fyrirspurnir má senda á barnastarf@gardasokn.is