Skráning

Skráning til fermingarfræðslu er í maí ár hvert í gegnum vefinn.
Foreldrar velja þá athöfn sem hentar. Takmarkaður fjöldi er skráður í hverja athöfn.

Ferðalag
fermingarbarnanna til sólarhringsdvalar í Vatnaskógi hefur oftast markað upphaf fermingarfræðslunnar. Ferðalag þetta er mikilvægt til að kynnast börnunum við leik og störf í umhverfi Vatnaskógar.

Fræðslutímar,
“spurningar”, eru vikulega í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Börnin lesa Lúkasarguðsspjall.

Messusókn
er hluti af undirbúningnum. Ætlast er til að börnin mæti í 10 guðsþjónustur yfir veturinn. Bókin “Kirkjulykill” er leiðarvísir um helgihaldið. Þar eru 10 verkefni sem fylla þarf út og skerpa athygli barnanna að liðum messunnar.

Fermingarathöfnin
er æfð sérstaklega í vikunni fyrir athöfn, en hver fermingarmessa tekur um eina klukkustund. Fjöldi fermingarbarna í hverri athöfn er takmarkaður til að gott pláss sé fyrir þá sem vilja njóta stundarinnar með börnunum.

Sunnudagaskólinn starfar í Vídalínskirkju alla sunnudaga kl. 11 yfir vetrarmánuðina.

Í skólanum starfa tvær deildir, yngri deild fyrir börn upp að 5 ára aldri og eldri deild fyrir börn 6 ára og eldri. Sunnudagaskólinn er fyrir alla krakka sem hafa gaman af því að syngja, hlusta á sögur og fara í leiki.

Foreldramorgnar eru í skólastofu safnaðarheimilisins, hvern miðvikudagsmorgun kl. 10 til 12. Fyrirlestur mánaðarlega.
Gott tækifæri fyrir mömmur að hittast með börn sín og kynnast öðrum konum með börn á svipuðu reki.
Við röbbum saman, föndrum, púslum og eigum góða stund saman. Við endum stundirnar með því að syngja með börnunum.

Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur.
Alltaf heitt á könnuni.

Kór Vídalínakirkju sér um söng við athafnir í Vídalíns- og Garðakirkju. Nafnið fékk kórinn þegar starfsemi hans var alfarið komin í Vídalínskirkju en áður var hún í Garðakirkju og safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

Kórstarf við Garðasókn

Garðasókn var stofnuð, eða endurreist, snemma árs 1966 og var sóknarkirkjan þá Garðakirkja á Álftanesi. Þá var Garðakórinn stofnaður og sá hann um messusöng til haustsins 1989 er Hljómeyki tók við söngnum í nokkra mánuði.

Síðan var stofnaður nýr kór, Kór Garðakirkju, sem síðar fékk nafnið Kór Vídalínskirkju eftir að Vídalínskirkja var vígð 1995.

Kór Vídalínskirkju æfir á miðvikudagskvöldum kl. 19:30-21:30 í safnaðarheimilinu.

Hér eru myndir úr starfi kórsins.

Organistar

Fyrsti organisti og kórstjóri hinnar nýju Garðasóknar var Guðmundur Nordal en eftir hann komu Guðmundur Gilsson, Þorvaldur Björnsson, Þröstur Eiríksson, Ferenc Utassy, Gunnsteinn Ólafsson, Guðmundur Sigurðsson og Jóhann Baldvinsson, sem kom til starfa 1997 og er nú organisti og kórstjóri.

Gospelkór var stofnaður haustið 2006 fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára. Hér er á ferðinni samstarfsverkefni Garðaprestakalls og Fjölbrautarskólans í Garðabæ. Starfið hefur tekist með miklum ágætum, en kórstarfið er valfag í FG og þau sem taka þátt fá tvær einingar sem nýtast öllum sem eru í framhaldsskólanámi.
Kórinn kemur fram einu sinni í mánuði á kvöldvökum í Vídalínskirkju þar sem hann syngur fyrir söfnuðinn og leiðir almennan safnaðarsöng. Einnig heldur kórinn tónleika í desember og að vori í hátíðasal Fjölbrautaskólans í Garðabæ ásamt því sem kórinn kemur fram við útskrift í FG.
Stjórnandi kórsins er Davíð Sigurgeirsson og eru æfingar alla þriðjudaga í Vídalínskirkju kl. 20:00.
Þátttaka hefur verið mjög góð af hálfu stúlknanna en það má bæta við fleiri piltum, og er skorað á bæði kyn að ganga til liðs við þetta skapandi og skemmtilega verkefni. Þess má geta að Umhverfissjóður hefur styrkt þetta verkefni.

Hér erum myndir af Gospelkórnum.