Garðasókn fór í það metnaðarfulla verkefni að láta smíða nýtt orgel í Vídalínskirkju. Hljóðfærið kostar sitt og er því mikilvægt að bæjarbúar og aðrir áhugamenn um þessa smíði standi saman og styrki Orgelsjóðinn annað hvort með beinum framlögum eða þá með því að láta senda minningarkort í nafni sjóðsins.

Þeir, sem óska þess að láta senda minningarkort frá Orgelsjóði Vídalínskirkju skulu leggja inn styrktarupphæð að eigin vali inn á eftirtalinn bankareikning:

Banki: 0318-13-301934
Kennitala: 570169-5649

Vinsamlegast staðfestið greiðslu með tölvupósti til leo@gardasokn.is eða hringið í síma 565 6380. Látið einnig fylgja með upplýsingar um heimilisfang og viðtakanda minningarkortsins ásamt nafn þess sem verið er að minnast. Starfsmenn sjá síðan um að póstleggja kortið til viðtakanda.

Einnig er fólki frjálst að styrkja sjóðinn án þess að senda minningarkort.