Dagskrá helgihalds

Febrúar 2024

Sunnudagur 4. febrúar

Kl. 11:00 Fjölskylduguðsþjónusta í Vídalínskirkju. Jóna Þórdís Eggertsdóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Matthildur Bjarnadóttir leiða stundina. Barnakórar Vídalínskirkju syngja undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar og Ingvars Alfreðssonar. Í messukaffinu verður Æskulýðsfélag Vídalínskirkju með Bingó til styrktar SOS barninu sínu.

Kl. 11:00 Messa í Garðakirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar og sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti predikar. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja.
Organisti er Jóhann Baldvinsson.

Kl. 17:00 Fermingahátíð í Vídalínskirkju.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Matthildur Bjarnadóttir og Benedikt Sigurðsson guðfræðinemi. Gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar og Ingvars Alfreðssonar. Pálmar Ragnarsson körfuboltaþjálfari talar um jákvæð samskipti. Pizzupartý í lok samverunnar.

Sunnudagur 11. febrúar

Guðsþjónusta í Vídalínskirkju kl. 11. Benedikt Sigurðsson guðfræðinemi þjónar og predikar. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Messukaffi og samfélag í lok stunda.

Sunnudagur 18. febrúar

Kl. 11:00 Messa í Vídalínskirkju.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja. Organisti er Jóhann Baldvinsson.

Sunnudagur 25. febrúar

Kl. 11:00 Konudagsmessa í Vídalínskirkju.
Hátíðarmessa í tilefni konudags. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Helga Björk Jónsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Unnur Ösp Stefáns- dóttir leikkona flytur hugvekju.
Gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, GDRN, syngur við undirleik er Ingvars Alfreðssonar. Bein útsending á Rás 1.