Messa og sunnudagaskólar 9. október í Vídalínskirkju og Urriðarholtsskóla
Það er sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl.10:00. Brúðuleikrit, söngur og gleði. Það er einnig sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl.11:00 og messa. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Messukaffi að lokinni athöfn. Verið öll velkomin.