Messa og sunnudagaskólar 9. október í Vídalínskirkju og Urriðarholtsskóla

Það er sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl.10:00. Brúðuleikrit, söngur og gleði. Það er einnig sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl.11:00 og messa. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Messukaffi að lokinni athöfn. Verið öll velkomin.

Lessa meira

Opið hús á þriðjudögum

Á þriðjudögum er opið hús í Vídalínskirkju. Það hefst með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00 en síðan er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu. Kl. 13.00 hefst fjölbreytt dagskrá í safnaðarheimilinu, sjá meðfylgjandi auglýsingu, sem lýkur um kl. 14.30.

Lessa meira

Tónlistarmessa í Vídalínskirkju

Sunnudaginn 25. september verður svokölluð tónlistarmessa í Vídalínskirkju kl. 11.00. Kór Vídalínskirku mætir þá fullskipaður og syngur m.a. kórverk eftir breska tónskáldið John Rutter. Rutter er eitt þekktasta tónskáld Breta á sviði kirkjutónlistar og kom hingað til lands í lok ágúst sl. og var m.a. með samsöng í Langholtskirkju, þar...

Lessa meira

Helgihald í Garðabænum 18. september

Sunnudaginn 18. september verður sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10:00 og guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl. 11:00.  Sú hefð hefur skapast að börnin byrja inni í kirkjuskipinu og fara svo yfir í safnaðarheimili með sínu fólki eftir örlitla stund, enda gott að brúa kynslóðabilið. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir predikar og...

Lessa meira

Þú getur orðið Vildarvinur Vídalínskirkju!

Starf Vídalínskirkju er fjölþætt. Við sem hér störfum leggjum okkur fram við að þjóna bæjarbúum af alúð. Í  slíkri þjónustu er ávallt þörf fyrir gott fólk. Það er nefnilega einstaklega gefandi að rækta tengslin við sóknarkirkjuna sína því hún er mannlífstorg þar sem fólk fær tækifæri til að rækta sinni innri...

Lessa meira

Garðakirkja 4. september

Kl 14.00.  GUÐSÞJÓNUSTA Í GARÐAKIRKJU. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson þjónar. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Eins og undanfarin ár verður Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 14.00 fyrsta sunnudag í mánuði frá september til maí.

Lessa meira

Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla og fjölskylduguðsþjónusta í Vídalínskirkju 4. september

Kl. 10.00. Sunnudagaskóli hefst á ný í Urriðaholtsskóla. Kl. 11:00. Hefðbundið starf að hausti hefst með fjörugri fjölskylduguðsþjónustu. Sr. Matthildur Bjarnadóttir leiðir stundina og með henni eru kórstjórarnir okkar og tónlistamennirnir Ingvar og Davíð. Hinn undurmagnaði töframaðurEinar Aron kemur í heimsókn. Hlökkum til að sjá ykkur!

Lessa meira

Úvarpsmessa á Rás 1 sunnudaginn 4. september kl. 11:00.

Hr. Kristján Björnsson vígslubiskup og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna. Kór Vídalínskirkju syngur við undirleik og stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Guðmundur Hafsteinsson leikur á trompet, Davíð Sigurgeirsson leikur á gítar og Lóa Kolbrún Friðriksdóttir syngur einsöng. Hr. Kristján Björnsson vígslubiskup flytur ávarp og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir hugleiðingu. Stutt ávörp flytja...

Lessa meira