Sunnudagurinn 27. mars

Hér að ofan eru fermingarmyndir af  sr. Jónu Hrönn og sr. Henning. Myndirnar eru teknar fyrir margt löngu. Margt áhugavert að gerast í Garðasókn á sunnudaginn: Sunnudagaskóli verður í Urriðaholti kl. 10.00 og í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11.00. Kl. 11.00 verður guðsþjónusta í Vídalínskirkju með þátttöku fermingarbarna. Sr. Henning Emil...

Lessa meira

FERMINGAR 2023

Fermingar vorið 2023 fara fram á eftirtöldum dögum: Laugardagur 25. mars Kl. 11:00 ferming í Vídalínskirkju Kl. 11:00 ferming í Garðakirkju Kl. 13:00 ferming í Garðakirkju Kl. 15:00 ferming í Garðakirkju Sunnudagur 26. mars Kl. 11:00 ferming í Garðakirkju Kl. 13:00 ferming í Vídalínskirkju Laugardagur 1. apríl Kl. 11:00 ferming...

Lessa meira

Messa og skírn sunnudaginn 20. mars kl. 11.00

Það verður án efa falleg stund í Vídalínskirkju á sunnudagsmorguninn. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson þjónar og barn verður borið til skírnar. Við fáum góðan gest í heimsókn frá Tónlistarskólanum í Hafnarfirði. Hann heitir Guðfinnur Vilhelm Karlsson píanónemandi og mun leika á flygilinn for- og eftirspil og á eftir predikuninni. Félagar í kór...

Lessa meira

Gospelgleði á sunnudagskvöldið

Nú ættu allir aðdáendur góðrar gospeltónlistar að fjölmenna í Vídalínskirkju á sunnudagskvöldið því þá mun hinn magnaði Gospelkór Jóns Vídalíns flytja tónlistarperlur og eyrnakonfekt. Sr. Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsprestur leiðir stundina. Dagskráin hefst kl. 20.00 og eru allir velkomnir. Ókeypis aðgangur.

Lessa meira

Fæðingarafmæli sr. Braga Friðrikssonar

Í dag, þriðjudaginn 15. mars 2022, er þess minnst að 95 ár eru liðin frá fæðingu sr. Braga Friðrikssonar en hann lést 27. maí 2010. Sr. Bragi var sóknarprestur í Garðaprestakalli og prófastur í Kjalarnessprófastsdæmis fram til ársins 1997. Tvær kveðjuathafnir voru haldnar í Garðasókn sr. Braga til heiðurs er...

Lessa meira

Tónlistarguðsþjónusta í Vídalínskirkju sunnudaginn 13. mars

Sunnudagaskóli í Urriðaholti kl. 10.00 og í Safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11.00 Kveiktu á ljósi TÓNLISTARGUÐSÞJÓNUSTA Í VÍDALÍNSKIRKJU kl 11.00 . Sr. Matthildur Bjarnadóttir þjónar í sinni fyrstu guðsþjónustu í Vídalínskirkju. Kór Vídalínskirkju flytur tónlist undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Umfjöllunarefni stundarinnar verður ljósið, bæði í tali og tónum og þá verður...

Lessa meira

Bæn

Miskunnsami Guð, á örðugum tímum ófriðar og ógna komum við fram fyrir þig með ótta og óróa vegna ástandsins í Ukraniu. Við biðjum fyrir öllum þeim sem hafa misst vonin og fyllast nú af uppgjöf og örvinlan, að þú endurnýir trú og von. Við biðjum fyrir þeim sem iðka vald...

Lessa meira

6. mars – dagur æskulýðsins!

6. mars er æskulýðsdagur kirkjunnar og því bjóðum við ungum sem öldnum til kirkju á forsendum ungu kynslóðarinnar. Sjáumst.

Lessa meira

Mikið að gerast sunnudaginn 27. febrúar!

Sunnudagaskóli í Urriðaholti kl. 10.00 og í safnaðarheimilinu kl. 11.00 Kl. 11.00 Guðsþjónusta í Vídalínskirkju. Jóhann Baldvinsson leikur á orgelið og stýrir söng. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar. Alrún María Skarphéðinsdóttir mun leika þrjú verk fyrir okkur á flygilinn. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kl. 20:00...

Lessa meira