Skráning

Skráning til fermingarfræðslu er í maí ár hvert í gegnum vefinn.
Foreldrar velja þá athöfn sem hentar. Takmarkaður fjöldi er skráður í hverja athöfn.

https://gardasokn.skramur.is/input.php?id=3   

Hér fyrir ofan má finna tengilinn til að skrá sig á athafnir;

hér að neðan má svo finna leiðbeiningar um skráningu og um starfið í vetur

Ferðalag
Ferðalag fermingarbarnanna til sólarhringsdvalar í Vatnaskógi hefur oftast markað upphaf fermingarfræðslunnar. Ferðalag þetta er mikilvægt til að kynnast börnunum við leik og störf í umhverfi Vatnaskógar.

Fræðslutímar,
“Spurningar”, eru vikulega í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Börnin lesa Lúkasarguðsspjall.

Fermingarathöfnin
er æfð sérstaklega í vikunni fyrir athöfn, en hver fermingarmessa tekur um eina klukkustund. Fjöldi fermingarbarna í hverri athöfn er takmarkaður til að gott pláss sé fyrir þá sem vilja njóta stundarinnar með börnunum.

Hér að neðan má sjá ritningartexta sem fermingarbörn flytja í athöfninni.

Ritningartextar 2017-2018

 

Fermingardagar 2019 í Garðasókn

Laugardagurinn 6. apríl:
Vídalínskirkja kl. 10.30
Garðakirkja kl. 13.00
Garðakirkja kl. 15.00

Sunnudagurinn 7. apríl:
Garðakirkja kl. 10.30
Vídalínskirkja kl. 13.00
Garðakirkja kl. 15.00 – ATH. Breyting

Laugardagurinn 13. apríl:
Vídalínskirkja kl. 10.30
Garðakirkja kl. 13.00

Sunnudagurinn 14. apríl – pálmasunnudagur:
Garðakirkja kl. 10.30
Vídalínskirkja kl. 13.00

Sunnudaginn 6. maí kl. 11.00 er sérstök kynningarmessa í Vídalínskirkju fyrir fermingarbörn vorsins 2019 og foreldra þeirra. Skráning hefst kl. 09.00 mánudaginn 7. maí.

Fermingarferðalög haustið 2018
Fermingarferðalag  17. september-18. september fyrir stúlkur
Fermingarferðalag 25. október-26. október fyrir drengi