Fyrstu tveir sunnudagarnir í aðventu

Garðasókn blæs til sóknar á aðventunni Samkomutakmarkanirnar sem gilda til 8. desember hafa íþyngjandi áhrif á dagskrá Garðasóknar eins og hún var áætluð. En í stað þess að draga saman ákváðu prestar og starfsfólk sóknarinnar að gefa frekar í. Dagskráin mun standa þó einungis 50 manns megi mæta á hvern...

Lessa meira

Gospelgleði í beinni!

Sunnudagskvöldið 21. nóvember verður gospelgleði Gospelkórs Jóns Vídalín í beinu streymi frá Vídalínskirkju um Facebooksíðu kirkjunnar: https://www.facebook.com/vidalinskirkja. Gospelkór Jóns Vídalín er þéttur og góður kór með frábærum söngvurum. Kórinn hefur notið athygli og aðdáunar um allt land sem og víða í Þýskalandi en þangað fór kórinn í söngferðalag í haust...

Lessa meira

Sunnudagurinn 21. nóvember í Vídalínskirkju

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl 10 í Urriðaholtsskóla og kl 11 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Ath. gengið inn um inngang safnaðarheimilisins að norðanverðu. Kl. 11.00 er guðþjónusta í Vídalínskirkju. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson þjónar og félagar úr kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Kl. 20.00 verður gospelgleði í...

Lessa meira

Dagur barna í sorg

Málþing um sorg barna í Vídalínskirkju

18. nóvember er alþjóðlegur dagur barna í sorg. Örninn, minningar- og styrktarsjóður stendur þann dag fyrir áhugaverðu málþingi í Vídlínskirkju kl. 12.00.  Málþinginu verður streymt á visir.is  

Lessa meira

Feðra-og kristniboðsdagurinn er á sunnudaginn 14. nóvember

Sunnudagurinn 14. nóvember er tileinkaður tvennu í kirkjunni: feðrum og kristniboði. Af þvi tilefni höfum við fengið þrjá feður og kristniboða til að þjóna í helgihaldi Vídalínskirkju kl.11:00. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar fyrir altari ásamt sr. Jónu Hrönn Bolladóttur sóknarpresti. Bjarni Karlsson siðfræðingur ætlar að fjalla um nærandi karlmennsku...

Lessa meira

Hátíðarguðsþjónusta

Hátíðarguðsþjónusta til minningar um sr. Braga.

Flestir Garðbæingar sem komnir eru yfir miðjan aldur muna eftir sr. Braga Friðrikssyni sóknarpresti í Garðaprestakalli, og prófasti í Kjalarnessprófastsdæmi. Sr. Bragi var þjóðkunnur maður á sinni tíð vegna þátttöku sinnar í kirkjulífinu og samfélaginu í Garðahreppnum síðar Garðabæ. Hann var svipmikill og stór á velli – og í verki. Hann...

Lessa meira

Guðsþjónusta og heimsókn frá Söngskólanum í Reykjavík 24. október

Á hverju ári fáum við nemendur úr söngskólanum í Reykjavík í heimsókn til að syngja í messu í Vídalínskirkju. Það er alltaf svo spennandi að heyra í þessu unga fólki. Það vill svo til að sunnudaginn, 24. október kl. 11.00 kemur Ísak Henningsson til okkar fyrir hönd skólans, en hann...

Lessa meira

Gospelgleði 17. október

Sunnudaginn 17. október verður gospelgleði í Vídalínskirkju kl. 20.00. Þar syngur Gospelkór Jóns Vídalíns undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar gítarleikara og Matthildur Bjarnadóttir nývígður æskulýðsprestur í Garðasókn stýrir stundinni. Það eru allir velkomnir á gospelgleði í Vídalínskirkju!

Lessa meira

Messa í Vídalínskirkju sunnudaginn 17. október kl. 11.00

Sunnudaginn 17. október verður hefðbundin klassísk messa í Vídalínskirkju kl. 11.00. Prestur verður sr. Sveinbjörn R. Einarsson, organisti Jóhann Baldvinsson og félagar úr Kór Vídalínskirkju sjá um að leiða sönginn. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma og byrjar í kirkjunni en síðan fara börnin með leiðtogum barnastarfsins yfir í safnaðarheimilið. Sunnudagaskólinn...

Lessa meira