Fermingarbörnin leysa stórt verkefni

Við erum með frábært verkefni á hverju ári í fermingarfræðslunni, en það er að safna fyrir vatnsbrunnum í Úganda og kynnast aðstæðum barna þar. Öll fermingarbörn í Þjóðkirkjunni fara af stað út í skammdegið og knýja dyra hjá landsmönnum og bjóða fólki að styrkja þetta mikilvægi verkefni sem felst í...

Lessa meira

Bleik messa 30. október kl 11:00

Næstkomandi sunnudag, 30. október, verður bleik messa í Vídalínskirkju kl. 11:00 í tilefni af beikum október sem tileikaður er baráttu gegn krabbameinum. Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur predikar og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Í messunni kveðjum við og þökkum sr. Sveinbirni R....

Lessa meira

Helgihald í Garðasókn 23. október

Það verður sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10:00. Brúðuleikrit, söngur og gleði. Það verður einnig sunnudagaskóli og guðsþjónusta í Vídalínskirkju kl. 11:00. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir predikar. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Íris Sveinsdóttir nemandi við Söngskólann í Reykjavík syngur einsöng. Messukaffi að lokinni athöfn. Verið öll...

Lessa meira

Guðsþjónusta og sunnudagaskólar 16. október í Vídalínskirkju og Urriðarholtsskóla

Sunnudagaskóli verður í Urriðaholtsskóla kl.10:00 á sunnudaginn. Það verður einnig sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl.11:00. Brúðuleikrit, söngur og gleði fyrir börnin. Kl. 11:00 verður guðsþjónusta í Vídalínskirkju. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Messukaffi í boði að lokinni...

Lessa meira

„Ef ég gleymi“ til sýningar á ný í safnaðarheimili Vídalínskirkju

Þann 12. apríl sl. frumsýndi leikkonan Sigrún Waage einleikinn „Ef ég gleymi“ eftir danska leikritahöfundinn og leikarann Rikke Wolck í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Sýningin vakti talsverða athygli og vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að setja leikverkið til sýningar á ný.  Sýningin verður í safnaðarheimilinu mánudaginn 31. október kl. 12.00, húsið...

Lessa meira

Messa og sunnudagaskólar 9. október í Vídalínskirkju og Urriðarholtsskóla

Það er sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl.10:00. Brúðuleikrit, söngur og gleði. Það er einnig sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl.11:00 og messa. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Messukaffi að lokinni athöfn. Verið öll velkomin.

Lessa meira

Opið hús á þriðjudögum

Á þriðjudögum er opið hús í Vídalínskirkju. Það hefst með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00 en síðan er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu. Kl. 13.00 hefst fjölbreytt dagskrá í safnaðarheimilinu, sjá meðfylgjandi auglýsingu, sem lýkur um kl. 14.30.

Lessa meira

Tónlistarmessa í Vídalínskirkju

Sunnudaginn 25. september verður svokölluð tónlistarmessa í Vídalínskirkju kl. 11.00. Kór Vídalínskirku mætir þá fullskipaður og syngur m.a. kórverk eftir breska tónskáldið John Rutter. Rutter er eitt þekktasta tónskáld Breta á sviði kirkjutónlistar og kom hingað til lands í lok ágúst sl. og var m.a. með samsöng í Langholtskirkju, þar...

Lessa meira

Helgihald í Garðabænum 18. september

Sunnudaginn 18. september verður sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10:00 og guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl. 11:00.  Sú hefð hefur skapast að börnin byrja inni í kirkjuskipinu og fara svo yfir í safnaðarheimili með sínu fólki eftir örlitla stund, enda gott að brúa kynslóðabilið. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir predikar og...

Lessa meira