Aðventuhátíð Garðasóknar 2017
Árleg aðventuhátíð Garðasóknar verður í Vídalínskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 17.00. Guðrún Elín Herbertsdóttir bæjarfulltrúi flytur hugleiðingu, Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, syngur, Emilía Rós Sigfúsdóttir leikur á flautu, Guðmundur Sigurðsson verður organisti, Kór Vídalínskirkju syngur og tónlistinni stjórnar Jóhann Baldvinsson kórstjóri.
Aðventuhátíð barnanna 10.desember
Aðventuhátíð barnanna verður í Vídalínskirkju sunnudaginn 10.desember kl.11. Börnin í TTT starfinu hafa æft upp helgileik og sýna. Barnakór Vídalínskirkju flytur jólasálma-og lög undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar og Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur. Hljómsveit Vídalínskirkju flytur jólalag undir stjórn Ingvars Alfreðssonar. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina. Allir velkomnir.
Ljós á leiði
Viljum vekja athygli á því, þeim sem vilja setja ljós á leiði að hafa samband í síma 5658756 Bestu kveðjur Kirkjuhaldarar
Síðasti sunnudagur kirkjuársins
Næstkomandi sunnudag er síðasti sunnudagur kirkjuársins. Messa og sunnudagaskóli kl. 11.00. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Kór Vídalínskirkju leiðir safnaðarsönginn. Jóhann Baldvinsson leikur á orgelið. Molasopi og djús í messulok. Sjáumst í messu!