Jólakveðja

Sóknarnefnd Garðasóknar, prestar og starfsfólk senda Garðbæingum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði- og kærleiksríka jólahátíð.

Lessa meira

Bráðum koma blessuð jólin …

… og mikið að gerast í kirkjunni. Covid-19 setti sannarlega jólahefðir okkar flestra í uppnám síðustu tvenn jól – en nú getum við notið þess besta á ný. Guði sé lof! Verið öll velkomin og gleðilega jólahátíð.

Lessa meira

Upplifun fyrir tónlistarunnendur!

Undirbúningur fyrir árlega jólatónleika Gospelkór Jóns Vídalíns, sem verða 18. desember, er nú í fullum gangi. Kórinn leggur mikilnn metnað í tónleikana og óhætt er að fullyrða að þeir verða yndisleg stund fyrir alla tónlistarunnendur í aðdraganda jólahátíðar.  Ert þú búin/n að tryggja þér og þínum miða? Smelltu hér til að...

Lessa meira

Fjórði sunnudagur í aðventu, 18. desember

Jólasöngvar fjölskyldunnar verða kl. 11 í Vídalínskirkju. Garðakórinn syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar og strengjakvintett út Tónlistarskóla Garðabæjar leikur. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir og Jóna Þórdís Eggertsdóttir æskulýðsfulltrúi leiða stundina. Um kvöldið verða jólatónleikar Gospelkórs Jóns Vídalíns sjá nánar á Facebook-síðu kórsins.    

Lessa meira

Þriðji sunnudagur í aðventu, 11. desember

Jólaball sunnudagaskólans verður í Vídalínskirkju kl. 11:00. Sr. Matthildur og Jóna Þórdís leiða stundina. Stundin hefst á stuttri athöfn í kirkjunni áður en við förum yfir í safnaðarheimilið og dönsum kringum jólatréð. Berglind Halla leikkona leiðir söng með Davíð gítarleikara. Jólasveinninn kemur í heimsókn með glaðning fyrir börnin. Hátíðarguðsþjónusta á...

Lessa meira

Annar sunnudagur í aðventu – 4. desember

Kl. 10:00 Jólastund í Urriðaholti Annan í aðventu er síðasti sunnudagaskólinn í Urriðaholti fyrir jól. Ingibjörg Hrönn og Trausti verða í miklu jólastuði og ætla hafa lítið jólaball í sunnudagaskólanum. Jólasveinn kemur í heimsókn og gefur krökkunum smá glaðning. Kl. 11.00 Aðventuhátíð barnanna í Vídalínskirkju Á aðventuhátíð barnanna fáum við...

Lessa meira

Aðventan í Garðasókn

Það er mikið að gerast á aðventunni í Vídalínskirkju og Garðakirkju að venju. Upplýsingar um barnastarfið á aðventunni má finna í annarri frétt á forsíðunni. Verið öll velkomin.

Lessa meira

Barnastarf á aðventunni

Barnastarfið verður blómlegt í Vídalínskirkju og Urriðaholtsskóla á aðventunni eins og sjá má á auglýsingunni hér að ofan.

Lessa meira

Fyrsti sunnudagur í aðventu – 27. nóvember

Sunnudaginn 27. nóvember er fyrsti sunnudagur í aðventu. Við hefjum aðventuna á aðventuhátíð í Urriðaholtsskóla kl. 10:00. Barnastarfið í Urriðaholti ætlar að sýna helgileikinn og syngja með okkur nokkur jólalög. Kakó og piparkökur verða í messukaffinu. Klukkan 11:00 er sunnudagaskóli í Vídalínskirkju með brúðuleikriti, söngvum og sögu. Klukkan 11 er...

Lessa meira