Messa á sunnudaginn
Á sunnudaginn kl. 11.00 er messa og sunnudagaskóli í Vídalínskirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar ásamt félögum úr Kór Vídalínskirkju, organistanum Jóhanni Baldvinssyni og messuþjónum. Leiðtogar sunnudagaskólans annast börnin. Molasopi og djús eftir messu. Sjáumst í kirkjunni!
Messa á sunnudaginn næstkomandi
Safnaðarstarfið er hafið á nýju ári og hefur dagskráin fram í sumarlok verið borin í hvert hús. Á sunnudaginn kl. 11.00 er messa og sunnudagaskóli í Vídalínskirkju. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar ásamt félögum úr Kór Vídalínskirkju, organistanum Jóhanni Baldvinssyni og messuþjónum. Leiðtogar sunnudagaskólans annast börnin. Molasopi og...
Nýársávarp bæjarstjóra
Ágætu kirkjugestir og samborgarar ! „Hvað á ég að tala lengi“ spurði ég Jónu Hrönn? „Ekki lengi og ekki mikið um pólitík. Þú getur t.d. litið um öxl og spáð fyrir um árið 2108“ sagði hún. „Já en mig langar líka að tala um gleðina, þakklæti og tilfinningar. „Jæja þá...
Aðventuhátíð Garðasóknar 2017
Árleg aðventuhátíð Garðasóknar verður í Vídalínskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 17.00. Guðrún Elín Herbertsdóttir bæjarfulltrúi flytur hugleiðingu, Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, syngur, Emilía Rós Sigfúsdóttir leikur á flautu, Guðmundur Sigurðsson verður organisti, Kór Vídalínskirkju syngur og tónlistinni stjórnar Jóhann Baldvinsson kórstjóri.
Aðventuhátíð barnanna 10.desember
Aðventuhátíð barnanna verður í Vídalínskirkju sunnudaginn 10.desember kl.11. Börnin í TTT starfinu hafa æft upp helgileik og sýna. Barnakór Vídalínskirkju flytur jólasálma-og lög undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar og Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur. Hljómsveit Vídalínskirkju flytur jólalag undir stjórn Ingvars Alfreðssonar. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina. Allir velkomnir.