Kveðja til Garðbæinga

Kæru Garðbæingar! Við sendum ykkur hlýjar kveðjur frá Vídalínskirkju. Við viljum láta ykkur vita að við erum með Vídalínskirkju opna alla daga frá kl. 10:00-14:00. Þar er hægt að eiga kyrrðar- og bænastund. Kirkjan er að sjálfsögðu þrifin á hverjum degi og sprittbrúsar í anddyrinu. Bænahópur kvenna er á bænavaktinni...

Lessa meira

Næsti sunnudagur 15.mars

Kæru vinir, við höfum ákveðið í ljósi aðstæðna að breyta dagskrá sunnudagsins í Vídalínskirkju. Við ætluðum að vera með guðsþjónustu og sunnudagaskóla, fyrir utan að kveðja dáknann okkar Helga Björk Jónsdóttir. Við höfum ákveðið að hafa kirkjuna opna enda ekki komið samkomubann. En helgihaldið verðum með þeim hætti að Jóhann...

Lessa meira

Jazzmessa í Vídalínskirkju 8. mars

Jazzmessa er haldin árlega í Vídalínskirkju. Þá fáum við til liðs við okkur jazztónlistarmenn úr Garðabæ til að leiða stundina. Sunnudaginn 8. mars kl. 11.00 munu bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir ásamt Matthíasi Hemstock leika með Kór Vídalínskirkju undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Prestur verður sr. Henning Emil Magnússon. Verið hjartanlega...

Lessa meira

Æskulýðsdagurinn 1.mars

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er næsta sunnudag, 1. mars, og í Vídalínskirkju verður honum að sjálfsögðu fagnað að venju. Klukkan 11 verður fjölskylduguðsþjónusta þar sem barna- og unglingakórarnir undir stjórn Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og Davíðs Sigurgeirssonar munu láta ljós sitt skína auk þess sem að píanósnillingurinn okkar Magnús Stephensen flytur forspil. Brúðuleikhúsið...

Lessa meira

Ljósamessa 16. febrúar

Sunnudaginn 16. febrúar kl. 11 verður Ljósamessa í Vídalínskirkju. Ljósið verður þema í tónlist og hugvekju. Kór Vídalínskirkju syngur um ljósið og flytur m.a nýtt lag eftir Valgeir Guðjónsson sem heitir ,,Kveiktu á ljósi” sem Gunnar Gunnarsson útsetti. Gerður Bolladóttir syngur einsöng og Jóhann Baldvinsson leikur á orgelið. Sr. Jóna...

Lessa meira

Sunnudagur 2. febrúar

Á sunnudaginn næsta verður fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11 í Vídalínskirkju. Barnakórarnir munu syngja fyrir okkur en sr. Henning Emil og Matthildur æskulýðsfulltrúi leiða stundina ásamt Magnúsi Stephensen og kórstjórunum Davíð og Jóhönnu Guðrúnu. Eftir stundina verður kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu. Síðan klukkan 14 er messa í Garðakirkju. Félagar í kór...

Lessa meira

Messa næstkomandi sunnudag

Sunnudaginn 26.janúar er messa kl.11 í Vídalínskirkju. Sr. Halldór Reynisson predikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum, en hann kemur inn í afleysingar í janúar í Garðaprestakalli. Sunnudagskoli á sama tíma sem Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi leiðir ásamt fræðurum sunnudagaskólans. Kaffi eftir messu. Halldór Reynisson er fæddur í Reykjavík árið 1953....

Lessa meira