Gospelgleði 17. október

Sunnudaginn 17. október verður gospelgleði í Vídalínskirkju kl. 20.00. Þar syngur Gospelkór Jóns Vídalíns undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar gítarleikara og Matthildur Bjarnadóttir nývígður æskulýðsprestur í Garðasókn stýrir stundinni. Það eru allir velkomnir á gospelgleði í Vídalínskirkju!

Lessa meira

Messa í Vídalínskirkju sunnudaginn 17. október kl. 11.00

Sunnudaginn 17. október verður hefðbundin klassísk messa í Vídalínskirkju kl. 11.00. Prestur verður sr. Sveinbjörn R. Einarsson, organisti Jóhann Baldvinsson og félagar úr Kór Vídalínskirkju sjá um að leiða sönginn. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma og byrjar í kirkjunni en síðan fara börnin með leiðtogum barnastarfsins yfir í safnaðarheimilið. Sunnudagaskólinn...

Lessa meira

Örmálþing 3. október 2021

Messa kl. 11:00 og spennandi örmálþing kl. 12:30 sunnudaginn 10. október

Kl. 11:00 verður messa í Vídalínskirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja, organisti Jóhann Baldvinsson. Fljótlega eftir messu eða kl. 12:30 hefst örmálþing í Vídalínskirkju sem er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Beint streymi frá þinginu verður á Facebook-síðu kirkjunnar fyrir þá sem ekki komast...

Lessa meira

Sr. Sveinbjörn nýr prestur Garðasóknar

Nýr prestur í Garðasókn. Í Garðabænum hafa til langs tíma þjónað þrír prestar. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur hefur þjónað frá því í desember 2005, sr. Hans Guðberg Alfreðsson prestur var ráðinn til þjónustunnar árið 2009 og haustið 2018 var sr. Henning Emil Magnússon valinn til að gegna prestþjónustu í...

Lessa meira

Kór Vídalínskirkju hefur vetrarstarf sitt og nýr prestur kynntur

Sunnudaginn 19. september verður guðsþjónusta í Vídalínskirkju kl. 11.00. Þar mun nýr prestur þjóna og fullskipaður Kór Vídalínskirkju syngja. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson er tímabundið kominn til starfa við Garðasókn. Hann hóf störf 1. september sl. en þetta verður í fyrsta skipti sem hann þjónar í Vídalínskirkju. Sveinbjörn var áður...

Lessa meira

Skemmtilegur hjólatúr og messa sunnudaginn 20. júní.

Nú er málið að draga fram reiðhjólin og hjóla með til messu. Lagt verður af stað frá Ástjarnar- og Vídalínskirkjum samtímis kl. 9:30 og hjólað á milli kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ. Hjólatúrinn endar í sumarmessu í Garðakirkju kl. 11:00 en á sama tíma er sumarsunnudagaskóli í vinnustofunni á Króki....

Lessa meira