Orðsending til foreldra fermingarbarna
Kæru foreldrar Sunnudaginn 2. maí hefjast fermingarstörfin formlega í Garðasókn með því að við bjóðum foreldrum/forráðamönnum og fermingarbörnum til guðsþjónustu kl.11:00 sem verður streymt beint á netinu frá Vídalínskirkju, þar sem aðeins 30 manns mega koma saman í kirkjunni. Stundin er sniðin að því að bjóða ykkur sérstaklega velkomin inn...