Sr. Sveinbjörn nýr prestur Garðasóknar

Nýr prestur í Garðasókn. Í Garðabænum hafa til langs tíma þjónað þrír prestar. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur hefur þjónað frá því í desember 2005, sr. Hans Guðberg Alfreðsson prestur var ráðinn til þjónustunnar árið 2009 og haustið 2018 var sr. Henning Emil Magnússon valinn til að gegna prestþjónustu í...

Lessa meira

Kór Vídalínskirkju hefur vetrarstarf sitt og nýr prestur kynntur

Sunnudaginn 19. september verður guðsþjónusta í Vídalínskirkju kl. 11.00. Þar mun nýr prestur þjóna og fullskipaður Kór Vídalínskirkju syngja. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson er tímabundið kominn til starfa við Garðasókn. Hann hóf störf 1. september sl. en þetta verður í fyrsta skipti sem hann þjónar í Vídalínskirkju. Sveinbjörn var áður...

Lessa meira

Skemmtilegur hjólatúr og messa sunnudaginn 20. júní.

Nú er málið að draga fram reiðhjólin og hjóla með til messu. Lagt verður af stað frá Ástjarnar- og Vídalínskirkjum samtímis kl. 9:30 og hjólað á milli kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ. Hjólatúrinn endar í sumarmessu í Garðakirkju kl. 11:00 en á sama tíma er sumarsunnudagaskóli í vinnustofunni á Króki....

Lessa meira

Messa, sumarsunnudagaskóli og hestamenn koma í heimsókn í Garðakirkju sunnudaginn 13. júní.

Gönguferð frá Hafnarfjarðarkirkju að Garðakirkju undir leiðsögn Egils Friðleifssonar. Lagt verður af stað kl. 10:00. Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 11:00 og sumarsunnudagaskóli á sama tíma í vinnustofunni á safninu Króki. Eftir messu er messukaffi í hlöðunni á Króki og félagar í hestamannafélaginu Sóta bjóða börnum á hestbak. Við guðsþjónustuna prédikar og...

Lessa meira

Messuhald sumarið 2021

Ástjarnarsókn, Bessastaðasókn, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Garðasókn, Hafnarfjarðarsókn og Víðistaðasókn hafa sameinast um messuhald í Garðakirkju í sumar líkt og í fyrra. Kirkjurnar munu skipta helgunum á milli sín þannig að prestar, organistar og aðrir starfsmenn sóknanna þjóna hver á sinni helgi. Messurnar verða kl. 11.00 alla sunnudaga í júní, júlí...

Lessa meira

Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnu

Sunnudaginn 23. maí, á Hvítasunnudag, verður hátíðarguðsþjónusta í Vídalínskirkju kl. 11.00. Fullskipaður Kór Vídalínskirkju flytur, undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar, þrjá sálma eftir Jón Ásgeirsson. Sr. Henning Emil Magnússon prédikar og þjónar. Athöfninni verður einnig streymt á fb-síðu Vídalínskirkju. ALLIR VELKOMNIR!

Lessa meira