Bænastarf er hverjum söfnuði afar mikilvægt og yndislegt þegar fólk finnur fyrir innri köllun til bænalífs og ekki síst til fyrirbæna fyrir mönnum og málefnum.

Í Garðasókn er boðið upp á fjórar samverur í viku þar sem kyrrð og samtal við Guð er megintilgangurinn.

Kyrrðar- og íhugunarstund er í hádegi á þriðjudögum í Vídalínskirkju kl. 12. Þá er gengið inn í þögnina en kl. 12:10 fyllist kirkjuskipið af tónlist. Sá flutningur stendur í tuttugu mínútur með þremur hléum, en þá eru flutt ritningarvers eða ljóð. Stundin endar á bæn, söng og blessunarorðum. Á meðan tónlist er leikin í kyrrðarstundinni er hægt að ganga milli bænastöðva í kirkjuskipinu. Þar er hægt að dvelja við hugsanir sínar og leyfa hinni lífgefandi nærveru Guðs að umvefja sig.
Að lokinni kyrrðarstund kl. 12:30 er hægt að kaupa súpu og brauð í safnaðarheimilinu á vægu verði.

Bænahringur kvenna er á þriðjudögum kl. 16:30 í Vídalínskirkju. Bænarefni eru skrifuð niður á staðnum.

Kyrrðarbæn er á miðvikudögum kl. 17:30-18:30 í Kapellunni í Vídalínskirkju. Kyrrðarbæn gengur út á að sleppa eins og trén gera á haustin – sleppa því sem þjónar okkur ekki lengur. Sleppa tökunum og treysta fyriráætlunum Guðs. Þessar stundir eru öllum opnar.

Bænahringur karla er á þriðjudögum kl. 20 í Vídalínskirkju. Bænarefni má senda á netfangið henning@gardasokn.is

Það eru allir innilega velkomnir til þátttöku.