Konudagurinn í Vídalínskirkju 20. febrúar
Venju samkvæmt er konudagurinn í hávegum hafður í Vídalínskirkju. Hlökkum til að sjá ykkur!
Venju samkvæmt er konudagurinn í hávegum hafður í Vídalínskirkju. Hlökkum til að sjá ykkur!
Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Vídalínskirkju. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson þjónar. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Fermingarbörn og foreldrar boðin velkomin. Kl. 20:00 Hugljúf gospelstund í Vídalínskirkju. Félagar úr Gospelkór Jóns Vídalíns flytja okkur rólega gospeltónlist undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Sr. Matthildur Bjarnadóttir leiðir stundina með...
Áhugaverðir fyrirlestrar í streymi á Facebook-síðu Vídalískirkju á miðvikudögum, 9., 16. og 23. febrúar.
DAGSKRÁ SUNNUDAGSINS 6. FEBRÚAR: Kl. 10:00 Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla. Kl. 11:00 Fjölskylduguðsþjónusta í Vídalínskirkju. Sr. Matthildur Bjarnadóttir og Davíð Sigurgeirsson tónlistarmaður þjóna. Kl.14:00 Guðsþjónusta í Garðakirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar ásamt félögum í kór Vídalínskirkju og Jóhanni Baldvinssyni organista. Við minnum á grímuskylduna. Verið öll hjartanlega velkomin. Hlökkum til að...
Á meðan neyðarstig Almannavarna er í gildi og tíu manna samkomutakmarkanir, verður ekki messað, boðið upp á sunnudagaskóla, kóræfingar, barnastarf eða annað safnaðarstarf. Að sjálfsögðu reynum við að mæta allri þörf fyrir kirkjulega þjónustu, skírnir, hjónavígslur, útfarir og aðrar athafnir innan takmarkanna. Auk þess mætum við óskum fólks um þjónustu...
Sr. Matthildur Bjarnadóttir verður til staðar í kirkjunni. Ekkert messuhald verður um helgina. Sunnudagaskólinn verður í streymi á Facebook-síðu kirkjunnar.
Sunnudagar Sunnudagaskóli kl. 10:00 í Urriðaholtsskóla-hefst 16. janúar Guðsþjónustur kl. 11:00.-hefst 16. janúar Sunnudagaskóli kl. 11:00 í safnaðarheimili Vídalínskirkju-hefst 16. janúar Guðsþjónusta í Garðakirkju fyrsta sunnudag í mánuði kl. 14:00.-hefst 6. febrúar Mánudagar Skrifstofa Garðasóknar lokuð. Þriðjudagar Kyrrðar- og íhugunarstund kl. 12:00-hefst 18. janúar Opið hús kl. 13:00. Fermingarfræðsla barna...
Guðmundur Felix Grétarsson er einn af þeim sem tilnefndur hefur verið sem maður ársins hjá fjölmiðlum. Hann gekkst undir sögulega aðgerð í upphafi ársins þar sem tveir handleggir voru græddir á hann. Aðgerðin reyndi verulega á læknavísindin en mest á Guðmund Felix. Jákvætt hugarfar hans, húmor, þrautseigja og dugnaður hefur...
Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta með Bessastaðasókn verður í beinu streymi frá Vídalínskirkju á nýársdag kl. 14.00
Bessastaða- og Garðasóknir verða með sameiginlegar guðsþjónustur á gamlársdag og nýársdag: Kl. 17.00 á gamlársdag verður aftansöngur í Bessastaðakirkju í streymi á Facebook-síðu Bessastaðakirkju. Kl. 14.00 á nýársdag verður hátíðarguðsþjónusta í Vídalínskirkju í beinu streymi á Facebook-síðu Vídalínskirkju.