Nú er lag fyrir söngelska unglinga!

Nú er lag fyrir unglinga sem elska að syngja og vilja taka þátt í skemmtilegu og lærdómsríku kórastarfi. Unglingakór Vídalínskirkju vill fjölga í hópnum og það kostar ekkert að vera kórfélagi.

Lessa meira

Helgihald sunnudaginn 29. janúar

Helgihaldið hefst á sunnudagaskóla í Urriðaholtsskóla kl. 10:00. Jóna Þórdís og Ingvar stýra stundinni, söngur, sögur og brúðuleikrit. Klukkan 11:00 er sunnudagaskóli og messa í Vídalínskirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Ingibjörg Hrönn og Ingvar sjá um sunnudagaskólann. Messukaffi...

Lessa meira

Vináttan er þemað á sunnudaginn.

Sunnudaginn 22. janúar ræðum við um vináttuna. Við hefjum helgihaldið á sunnudagaskóla í Urriðaholtsskóla kl. 10:00. Jóna Þórdís og Trausti stýra stundinni, söngur, sögur og brúðuleikrit. Klukkan 11:00 er sunnudagaskóli og messa í Vídalínskirkju. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann...

Lessa meira

Margt að gerast sunnudaginn 15. janúar!

Kl. 11:00 verður Sunnudagaskólahátíð í Vídalínskirkju. Sr. Matthildur Bjarnadóttir þjónar. Leikkonur úr leikhópnum Flækja koma og setja upp sýninguna Ef ég væri týgrisdýr, skrifað af þeim Sigríði Ástu Olgeirsdóttur og Júlíönu Kristínu Jónsdóttur. Sýningin fjallar um Láru, 8 ára stelpu sem elskar kattardýr og er gædd öflugu ímyndunarafli. Á hverju kvöldi...

Lessa meira

HEFÐBUNDIÐ HELGIHALD VERÐUR NÆST SUNNUDAGINN 15. JANÚAR.

Fyrstu dagana í janúar förum við rólega af stað í safnaðarstarfi Garðasóknar enda fylgja aðventunni og jólahátíðinni ávallt miklar annir í kirkjunni. Samkvæmt venju fellur hefðbundið helgihald niður í sókninni fyrsta almenna sunnudag ársins og verður því engin messa sunnudaginn 8. janúar en við komum margefld til starfa sunnudaginn 15....

Lessa meira

Helgihald í Garðaprestakalli um áramótin

Að venju verður helgihald sameiginlegt í Garðaprestakalli, þ.e. Bessastaðasókn og Garðasókn,  um áramótin. Messan á gamlársdag verður í Bessastaðakirkju og á nýársdag verður messa í Vídalínskirkju og hátíðarguðsþjónusta í Ísafold. Nánari upplýsingar í auglýsingunni hér að ofan.

Lessa meira

Jólakveðja

Sóknarnefnd Garðasóknar, prestar og starfsfólk senda Garðbæingum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði- og kærleiksríka jólahátíð.

Lessa meira

Bráðum koma blessuð jólin …

… og mikið að gerast í kirkjunni. Covid-19 setti sannarlega jólahefðir okkar flestra í uppnám síðustu tvenn jól – en nú getum við notið þess besta á ný. Guði sé lof! Verið öll velkomin og gleðilega jólahátíð.

Lessa meira

Upplifun fyrir tónlistarunnendur!

Undirbúningur fyrir árlega jólatónleika Gospelkór Jóns Vídalíns, sem verða 18. desember, er nú í fullum gangi. Kórinn leggur mikilnn metnað í tónleikana og óhætt er að fullyrða að þeir verða yndisleg stund fyrir alla tónlistarunnendur í aðdraganda jólahátíðar.  Ert þú búin/n að tryggja þér og þínum miða? Smelltu hér til að...

Lessa meira