Opið hús á þriðjudögum

Á þriðjudögum er opið hús í Vídalínskirkju. Það hefst með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00 en síðan er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu. Kl. 13.00 hefst fjölbreytt dagskrá í safnaðarheimilinu, sjá meðfylgjandi auglýsingu, sem lýkur um kl. 14.30.

Lessa meira

Tónlistarmessa í Vídalínskirkju

Sunnudaginn 25. september verður svokölluð tónlistarmessa í Vídalínskirkju kl. 11.00. Kór Vídalínskirku mætir þá fullskipaður og syngur m.a. kórverk eftir breska tónskáldið John Rutter. Rutter er eitt þekktasta tónskáld Breta á sviði kirkjutónlistar og kom hingað til lands í lok ágúst sl. og var m.a. með samsöng í Langholtskirkju, þar...

Lessa meira

Helgihald í Garðabænum 18. september

Sunnudaginn 18. september verður sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10:00 og guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl. 11:00.  Sú hefð hefur skapast að börnin byrja inni í kirkjuskipinu og fara svo yfir í safnaðarheimili með sínu fólki eftir örlitla stund, enda gott að brúa kynslóðabilið. Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir predikar og...

Lessa meira

Hjólreiðamessa í Garðakirkju sunnudaginn 26. júní

Hjólreiðamessan er nú haldin í 10. skipti! Hægt er að byrja kl. 9:30 í Vídalíns- eða Ástjarnarkirkju eða koma inn á öðrum stöðum, sjá meðfylgjandi mynd. Við tökum síðan þátt í sumarmessunni í Garðakirkju kl. 11:00. Eftir kirkjukaffið í hlöðunni að Króki að lokinni messunni er valfrjálst að halda áfram...

Lessa meira

Hátíðarguðsþjónusta á 1. sunnudegi í aðventu, 28. nóvember 2021

Hátíðarguðsþjónusta í Vídalínskirkju með þátttöku Kvenfélags Garðabæjar. Sr. Henning Emil Magnússon leiðir stundina. Jóna Rún Gunnarsdóttir flytur hugvekju. Bjarndís Lárusdóttir og Anna Þórðardóttir lesa ritningarlestra. Peter Tompkins leikur á óbó, Erla Björg Káradóttir syngur einsöng, Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Hátíðarguðsþjónustan er í streymi á YouTube-síðu Vídalínskirkju (smellið...

Lessa meira

Guðsþjónusta og heimsókn frá Söngskólanum í Reykjavík 24. október

Á hverju ári fáum við nemendur úr söngskólanum í Reykjavík í heimsókn til að syngja í messu í Vídalínskirkju. Það er alltaf svo spennandi að heyra í þessu unga fólki. Það vill svo til að sunnudaginn, 24. október kl. 11.00 kemur Ísak Henningsson til okkar fyrir hönd skólans, en hann...

Lessa meira

Gospelgleði 17. október

Sunnudaginn 17. október verður gospelgleði í Vídalínskirkju kl. 20.00. Þar syngur Gospelkór Jóns Vídalíns undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar gítarleikara og Matthildur Bjarnadóttir nývígður æskulýðsprestur í Garðasókn stýrir stundinni. Það eru allir velkomnir á gospelgleði í Vídalínskirkju!

Lessa meira

Messa í Vídalínskirkju sunnudaginn 17. október kl. 11.00

Sunnudaginn 17. október verður hefðbundin klassísk messa í Vídalínskirkju kl. 11.00. Prestur verður sr. Sveinbjörn R. Einarsson, organisti Jóhann Baldvinsson og félagar úr Kór Vídalínskirkju sjá um að leiða sönginn. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma og byrjar í kirkjunni en síðan fara börnin með leiðtogum barnastarfsins yfir í safnaðarheimilið. Sunnudagaskólinn...

Lessa meira

Kór Vídalínskirkju hefur vetrarstarf sitt og nýr prestur kynntur

Sunnudaginn 19. september verður guðsþjónusta í Vídalínskirkju kl. 11.00. Þar mun nýr prestur þjóna og fullskipaður Kór Vídalínskirkju syngja. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson er tímabundið kominn til starfa við Garðasókn. Hann hóf störf 1. september sl. en þetta verður í fyrsta skipti sem hann þjónar í Vídalínskirkju. Sveinbjörn var áður...

Lessa meira