Helgihald um jól og áramót

Vegna samkomutakmarkanna mun allt helgihald Garðasóknar um jól og áramót verða rafrænt. Á aðfangadag verður streymt beint frá Vídalínskirkju og mun hlekkur birtast hér á síðunni. Einnig verður beint streymi frá Facebook síðu Vídalínskirkju.

Lessa meira

Garðasókn með YouTube rás

Á seinustu vikum og mánuðum hafa verið unnin myndbönd þar eð helgihald hefur að mestu legið niðri. Þessi myndbönd eru nú aðgengileg á YouTube rás Vídalínskirkju, Vídalínskirkja Garðabæ. Þar eru myndbönd fyrir aðventu- og jólastundir, barnastarf, helgistundir, fermingarfræðslu og Kór Vídalinskirkju. Njótið vel!

Lessa meira

Safnaðarstarf og helgihald í október

Vegna fyrirspurna sem komið hafa er rétt að benda á að vegna stöðunnar í covid19 faraldrinum liggur hefðbundið safnaðarstarf og helgihald í Vídalíns- og Garðakirkju niður út októbermánuð. Vídalínskirkja verður eftir sem áður opin frá kl. 10.00-14.00 ef fólk vill koma og njóta kyrrðar þar. Í byrjun nóvember verður staðan...

Lessa meira

Vídalínsmessa flutt sunnudaginn 25. september

Næstkomandi sunnudag, 25. september kl. 11.00, verður sérstök messa í Vídalínskirkju! Í stað venjulegrar messu verður flutt Vídalínsmessa, sem Hildigunnur Rúnarsdóttir samdi fyrir Vídalínskirkju 2006. Flytjendur verða söngfokkurinn Hljómeyki, einsöngvararnir Freyja Jónsdóttir og Þorbjörn Rúnarsson og hljómsveit, en stjórnandi tónlistarinnar verður Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Prestur verður sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Sunnudagaskólinn...

Lessa meira

Tveir sunnudagaskólar á vegum Vídalínskirkju!

Í vetur verða tveir sunnudagaskólar á vegum Vídalínskirkju! Annars vegar er nýr sunnudagaskóli klukkan 10.00 í Urriðaholtsskóla og síðan eins og venjulega  klukkan 11.00 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Verið innilega velkomin!

Lessa meira

Kveðja til Garðbæinga

Kæru Garðbæingar! Við sendum ykkur hlýjar kveðjur frá Vídalínskirkju. Við viljum láta ykkur vita að við erum með Vídalínskirkju opna alla daga frá kl. 10:00-14:00. Þar er hægt að eiga kyrrðar- og bænastund. Kirkjan er að sjálfsögðu þrifin á hverjum degi og sprittbrúsar í anddyrinu. Bænahópur kvenna er á bænavaktinni...

Lessa meira