Comments are off for this post

HEFÐBUNDIÐ HELGIHALD VERÐUR NÆST SUNNUDAGINN 14. JANÚAR.

Fyrstu dagana í janúar förum við rólega af stað að venju í safnaðarstarfi Garðasóknar enda fylgja aðventunni og jólahátíðinni ávallt miklar annir í kirkjunni. Mikið álag hefur verið á starfsfólki sóknarinnar í desember og því hefur myndast sú hefð að gefa fólkinu frí fyrstu almennu helgi nýs árs.

Það verður því engin messa sunnudaginn 7. janúar en við komum margefld til starfa sunnudaginn 14. janúar:

  • Kl. 10 er sunnudagaskóli í Urriðaholti, saga, brúðuleikrit, söngur og gleði. Ingibjörg Hrönn og Trausti stýra stundinni.
  • Kl. 11 er Sunnudagaskólahátíð í Vídalínskirkju. Töframaðurinn Einar Aron setur upp sýningu. Jóna Þórdís leiðir stundina og barnakórarnir syngja undir stjórn Ingvars og Davíðs.
  • Kl. 14 verður sameiginleg messa Víðistaðasóknar og Garðaprestakalls í Vídalínskirkju. Sr. Bragi J. Ingibergsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hans Guðberg Alfreðssyni prófasti Garðaprestakalls og Benedikt Sigurðssyni guðfræðinema. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Kaffi og meðlæti í boði safnaðarheimilinu að lokinni athöfn og Garðakórinn syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.

Verið öll velkomin.

Garðasókn óskar Garðbæingum og landsmönnum öllum gleði- og gæfuríks nýs árs.

Comments are closed.