Comments are off for this post

Jólatónleikar Gospelkórs Jóns Vídalíns

Gospelkór Jóns Vídalíns heldur sína árlegu jóla- og styrktartónleika, sunnudaginn 17. desember í Vídalínskirkju klukkan 20.
Ekki láta þig vanta á þessa einstöku jólagleði undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar ásamt hjómsveit til styrktar góðu málefni.
Miðaverð er 3.000 kr. og rennur allur ágóði til styrktar Kaffistofu Samhjálpar en þar eru gefnar yfir 100 þúsund máltíðir á hverju ári til fólks í neyð sem hefur ekki tök á að sjá sér fyrir mat sjálft.

Hljómsveit skipa:
Davíð Sigurgeirsson, gítar og kórstjórn
Benedikt Brynleifsson á trommur
Valdimar Olgeirsson á bassa
Þórir Úlfarsson á píanó

Ekki missa ef dásamlegri kvöldstund sem er vís til þess að glæða þig jólagleði á aðventunni.

Miðasala á klik.is og við innganginn.

Comments are closed.