
Verið öll velkomin í starfið sunnudaginn 29. október.
Sunnudagaskólarnir verða á sínum stað, kl. 10:00 í Urriðaholtsskóla. Ingibjörg Hrönn og Trausti taka vel á móti fjölskyldum. Klukkan 11:00 í Vídalínskirkju taka Benedikt, Þorkell, Brynja og Kamilla á móti fólki. Söngur, saga, brúðuleikrit og leikir.
Í Vídalínskirkju er Hátíðarmessa kl. 11:00 sem markar upphaf Kirkjulistaviku Kjalarnesprófastsdæmis. Kór Vídalínskirkju undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista flytur þar viðamikil kórverk, m.a. eftir Fauré, Báru Grímsdóttur og Ragnheiði Gröndal ásamt Sigurði Flosasyni saxófónleikara og Davíð Sigurgeirssyni gítarleikara. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina.
Kaffisamsæti í safnaðarheimilinu að lokinni messu.
Klukkan 12:15 flytur leikkonan Sigrún Waage einleikinn „Ef ég gleymi“ eftir danska leikritahöfundinn og leikarann Rikke Wolck í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Sýningin verður í safnaðarheimilinu í beinu framhaldi af messukaffinu. „Ef ég gleymi“ er leikverk sem er skrifað sem fræðsluefni um heilabilunarsjúkdóminn Alzheimer og þau áhrif sem hann getur haft á einstaklinga. „Ef ég gleymi“ fjallar um Regínu sem greinist með Alzheimer. Áhorfendur fá að fylgjast með hvernig sjúkdómurinn tekur smám saman völdin, sem er ferli sem getur tekið 8-12 ár. Leiksýningin fjallar um raunverulegt viðfangsefni sem sérhvert nútímaþjóðfélag glímir við og snertir margar fjölskyldur í landinu. Eftir leiksýningu fara fram umræður um leikritið og heilabilun.
Vikuna 29. október til 5. nóvember í Kirkjulistaviku verður kynning á kirkjulistaverkum í Vídalínskirkju og Garðakirkju.
Samantekt verður gerð á upplýsingum á merkum listmunum í kirkjunum. Í Vídalíns- og Garðakirkju verður listi yfir verkin auk þess sem við hvert verk verður ítarlegri umfjöllun. Á heimasíðu kirkjunnar verður þessi samantekt kynnt og á hverjum degi þessa viku verður nýtt verk í hvorri kirkju með ítarlegri umfjöllun kynnt á Facebook-síðu kirkjunnar.
Samantekt verður gerð á upplýsingum á merkum listmunum í kirkjunum. Í Vídalíns- og Garðakirkju verður listi yfir verkin auk þess sem við hvert verk verður ítarlegri umfjöllun. Á heimasíðu kirkjunnar verður þessi samantekt kynnt og á hverjum degi þessa viku verður nýtt verk í hvorri kirkju með ítarlegri umfjöllun kynnt á Facebook-síðu kirkjunnar.