Comments are off for this post

Bleik messa á sunnudaginn

Næstkomandi sunnudag, 22. október, verður bleik messa í Vídalínskirkju kl. 11:00 í tilefni af beikum október sem tileikaður er baráttu gegn krabbameinum. Sr. Magnús B. Björnsson prestur og Garðbæingur leiðir stundina. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Messukaffi með bleikum kökum verður í boði að lokinni athöfn. Báðar kirkjur Garðasóknar eru lýstar með bleikum lit í október til stuðnings átakinu.
Sunnudagaskólarnir verða á sínum stað, kl. 10:00 í Urriðaholtsskóla þar sem Jóna Þórdís og Ingvar taka vel á móti börnum og kl. 11:00 í Vídalínskirkju. Þar taka Hjördís Rós, Þorkell og Rósa á móti börnunum. Söngur, saga, brúðuleikrit og leikir verða á dagskrá á báðum stöðum.
Verið öll velkomin.

Comments are closed.