Comments are off for this post

Krílasálamamessa á sunnudaginn!

Sunnudaginn 15. október verður að vanda margt að gerast í Garðasókn. Sunnudagaskóli verður í Urriðaholtsskóla kl. 10:00. Benedikt og Trausti taka vel á móti börnunum og foreldrum þeirra. Söngur, saga, brúðuleikrit og leikir verða börnunum til ánægju og fróðleiks.

Í Vídalínskirkju verður síðan Blessunarguðsþjónusta eða krílasálmamessa eins og hún er gjarnan kölluð kl. 11:00. Messan er á forsendum yngstu barnanna í krílasálmastund. Áslaug Helga Hálfdánardóttir djákni og tónlistarkennari leiðir stundina með sr. Matthildi Bjarnadóttur og Jónu Þórdísi Eggertsdóttur æskulýðsfulltrúa. Jóhann Baldvinsson organisti og félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja með okkur barnasálma sem allir ættu að kunna.
Í krílasálmamessunni eru börnin virkjuð í gegnum hreyfingu og skynjun á gefandi hátt þannig að allar kynslóðir njóta. Í lok stundarinnar verður beðið fyrir börnunum og framtíð þeirra upp við altari kirkjunnar. Það er tilvalið að bjóða ömmu og afa með til messu á sunnudaginn.

Messukaffi verður að sjálfsögðu að loknum athöfnunum.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Comments are closed.