
Safnaðarstarfið í Vídalínskirkju er að hefjast aftur eftir sumarhlé og þriðjudaginn 19. september kl. 13:00 byrjar Opið hús á nýjan leik. Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður kemur þá í heimsókn.
Þann 26. september verður spilað bingó – sem alltaf hefur notið vinsælda.
Harmonikkuball með kótelettuveislu verður 3. október og þarf að skrá sig í matinn hjá benedikt@gardasokn.is.
Margir mæta fyrst á kyrrðar- og helgistund í Vídalínskirkju sem hefst hefst kl. 12:00 og fá súpu og brauð á eftir gegn vægu verði. Allir eru velkomnir á opnu húsin og ekki þarf að skrá sig nema í kótelettuveisluna.