Comments are off for this post

Skemmtilegu sumarnámskeiði lokið

Síðastliðinn föstudag lauk frábæru sumarnámskeiði í Vídalínskirkju. Þar komu saman 6-11 ára krakkar sem hafa gaman af því að syngja í kór en í vikunni æfðu þau upp tónleikaprógram, fengu að hitta ofurstjörnuna okkar hana Siggu Ózk og sömdu sitt eigið sunnudagaskólalag. Námskeiðið endaði á tónleikum fyrir Ísafold og Hrafnistu í Hafnarfirði við mikinn fögnuð.

Comments are closed.